søndag den 26. oktober 2008

Gestur í Garðabæ



Garðbæingar hafa sjaldan átt í vandræðum með róna og aðra áhugamenn um óhóflega áfengisneyslu. En vistmenn dvalarheimilisins Holtsbúðar hafa um nokkurt skeið notið samvista Elgs er sótt hefur vínsmökkunarkvöld vistmanna. Ágerst hafa þessar heimsóknir Elgsins og er hann farinn að koma inn á heimilið á næturna en neitar staðfastlega að fara nema hann fái eina flösku eða sondupoka af áfengi. Lögreglan hefur margoft verið kölluð til og ýmsum aðferðum verið beitt til að fæla burt Elginn en án árangurs. Allt áfengi vistheimilisins hefur nú verið gert upptækt og vínsmökkunarkvöldin góðu hafa verið flutt á ónefndann klúbb bæjarstjóra Kópavogs er einnig mun hafa sótt á þessi merku kvöld vistmanna Holtsbúðar.