onsdag den 24. oktober 2007

Suss ég hefði betur drukkið meira af korn, hinu heilsusamlega áfengi, en öllum þeim fjanda öðrum sem kom innfyrir varir mínar í ferðinni. Ferðin var nokkurn veginn svona: Fullur, þunnur, fullur, þunnur, fullur, þunnur. Berlín er seið- og syndmögnuð. Verð að fara aftur fljótlega. Hápunktur ferðarinnar var þegar við breyttum kebabstað í krá við óvæntan fögnuð starfsmanna og annarra gesta. Hinir gestirnir sameinuðust okkur söng enda voru bara sungin Rolling Stones lög. Annað markvert var að mér tókst að breiða út hinn mikla sið að vera ber að ofan í fyllunni. Fyrra kvöldið var ég einn en það síðara voru allir yngri karlkyns starfsmenn líka berir að ofan. Nú er bara að ná til kvennanna. Myndir síðar.

1 kommentar:

Trustuzz Jonez sagde ...

Hahahah!! kúl...
Kannski við ættum að búa til fatamerki sem heitir

" STRÁKARNIR
ber að ofan serían "

... settu saman myndaseríu og póstaðu því sem fyrst